Miklaborg kynnir: Glæsilegt tæplega 270 fm einbýlishús með aukaíbúð í kjallara. Hús neðan við götu með stórri lóð. Eignin skiptist í anddyri, baðherbergi, stofur, eldhús á aðalhæð. Efri hæð: tvö baðherbergi, hjónasvíta, svefnherbergi, skrifstofa/svefnherbergi. Manngengt háaloft sem býður uppá ýmsa möguleika. Aukaíbúð með sérinngangi sem telur: eldhús, stofu, svefnherbergi. Hluti jarðhæðar er skráð sameign og þar er þvottahús er á jarðhæð, sem og geymslur. Eign á rólegum stað í Þingholtunum. Bókið skoðun: Jason Kristinn Ólafsson, sími 7751515 - jko@miklaborg.is löggiltur fasteignasali.
Bergstaðastræti 78, 267,7 fm á þremur hæðum. Skv. fasteignaskrá er húsið 228,5 fm. þar sem hluti jarðhæðar er skráð sem sameign. Aðalhæð, skráð 102,8 fm. Komið inní flísalagt anddyri. Baðherbergi með fallegum flísum, gluggi opnanlegur. Tvær samliggjandi stofur og endurnýjað eldhús. Gólfið hefur verið flotað þegar eignin var tekin að mestu í gegn. Borðstofa með útgengi út í garðinn. Hægt er að ganga niður í þvottahús og geymslurými á jarðhæð. Frá aðalhæð er gengið uppá aðra hæð með rúmgóðu baðherbergi, svefnherbergisálmu með fataaðstöðu og öðru baðherbergi. Úr aðalsvefnherbergi er hægt að ganga út á rúmgóðar svalir. Svalirnar snúa til austurs og suðurs og eru með fallegu útsýni. Annað svefnherbergi og minna sjónvarpsrými/skrifstofa. Gólfin á aðalhæð og efri hæð hafa verið flotað þegar eignin var tekin að mestu í gegn fyrir nokkrum árum. Gólfhiti settur í baðherbergi og fataherbergi. Búið er að skipta um fjölda glerja í eigninni.
Brattur stigi uppí ris sem er rúmgott og nýtist sem geymsla í dag. Risið er vel. manngengt, ca. 35 fm og er ekki inní fermetratölu.
Á jarðhæð eru tveir inngangar sitthvoru megin til austurs og vesturs og þar má finna aukaíbúð með eldhúsi, stofu, svefnherbergi og baðherbergi. Við inngang aukaíbúðar er yfirbyggð verönd. Þvottahús og geymslur, inntaksrými og innangengt af aðalhæð er einnig á jarðhæðinni.
Lóðin er 504,5 fm og falleg með tyrfðum flötum og fallegum trjágróðri.
Góð staðsetning á rólegum stað í Þingholtunum.
Nánar: Jason Kristinn Ólafsson, sími 775 1515 - jko@miklaborg.is löggitur fasteignasali.
Dagsetning | Fasteignamat | Kaupverð | Stærð | Fermetraverð | Nothæfur samningur |
---|---|---|---|---|---|
12/12/2016 | 95.650.000 kr. | 150.000.000 kr. | 228.5 m2 | 656.455 kr. | Já |
Götuheiti | Pnr. | Póstnr. | m2 | Verð |
---|---|---|---|---|
109 | 211 | 120 | ||
200 | 155 | 134,7 | ||
200 | 109 | 82,7 | ||
102 | 265 | 175 | ||
190 | 130.2 | 11,2 |